Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Miðvikudagsmenn gætu verið komnir í nýjar hendur fyrir árslok
Heimavöllur Sheffield Wednesday.
Heimavöllur Sheffield Wednesday.
Mynd: EPA
Kris Wigfield, maðurinn sem leiðir leit að nýjum eigendum fyrir Sheffield Wednesday, segir að þegar hafi komið fjögur til fimm alvöru tilboð í félagið og það gæti verið komið í nýjar hendur fyrir árslok.

Wigfield segist vonast til þess að félagið eigi möguleika á því að fá inn nýja leikmenn þegar kemur að janúarglugganum.

„Það eru í grunninn tvö skilyrði sem nýir eigendur þurfa að uppfylla til að hefja viðræður og að það sé tækifæri til að gera lokatilboð. Í fyrsta lagi þurfa þeir að þeir geti rekið félagið og séu með nægjanlegt fjármagn til að geta fjármagnað það næstu árin. Þá þurfa þeir að standast hæfnispróf ensku deildarinnar. Ef þeir geta uppfyllt þessi skilyrði erum við klárir í viðræður," segir Wigfield.

Stuðningsmenn Sheffield Wednesday hafa þegar langt hönd á plóginn og eytt yfir hálfri milljón punda í miðakaup og kaup á varningi til að halda félaginu gangandi.

„Viðbrögðin hafa verið mögnuð en við þurfum að halda áfram að safna peningum til að geta borgað laun um mðanaðamótin. Þetta eru erfiðar aðstæður," segir Wigfield.

Sheffield Wednesday var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku og tólf stig dregin af liðinu. Liðið er nú með -6 stig í neðsta sæti Championship-deildarinnar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 12 8 4 0 34 9 +25 28
2 Middlesbrough 12 7 4 1 16 8 +8 25
3 Millwall 12 7 2 3 14 13 +1 23
4 Bristol City 12 6 4 2 20 11 +9 22
5 Stoke City 12 6 3 3 13 8 +5 21
6 Charlton Athletic 12 5 4 3 14 10 +4 19
7 Preston NE 12 5 4 3 15 12 +3 19
8 Hull City 12 5 4 3 20 20 0 19
9 QPR 12 5 3 4 15 17 -2 18
10 Leicester 12 4 5 3 15 12 +3 17
11 West Brom 12 5 2 5 12 14 -2 17
12 Ipswich Town 11 4 4 3 17 13 +4 16
13 Swansea 12 4 4 4 12 12 0 16
14 Watford 12 4 3 5 14 16 -2 15
15 Birmingham 12 4 3 5 11 15 -4 15
16 Wrexham 12 3 5 4 16 17 -1 14
17 Derby County 12 3 5 4 13 16 -3 14
18 Portsmouth 12 3 4 5 10 13 -3 13
19 Oxford United 12 3 3 6 13 15 -2 12
20 Southampton 12 2 6 4 13 17 -4 12
21 Blackburn 11 3 1 7 10 17 -7 10
22 Sheffield Utd 12 3 0 9 9 20 -11 9
23 Norwich 12 2 2 8 12 18 -6 8
24 Sheff Wed 12 1 3 8 10 25 -15 -6
Athugasemdir
banner