Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 23:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Aspas og Duran fullkomnuðu endurkomusigurinn
Iago Aspas hér til hægri
Iago Aspas hér til hægri
Mynd: EPA
Varamennirnir Pablo Duran og Iago Aspas fullkomnuðu endurkomusigur Celta Vigo gegn Osasuna í kvöld.

Ferran Jutgla kom Celta Vigo yfir en Ante Budimir skoraði tvennu fyrir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að Osasuna var með forystuna í hálfleik.

Jutgla jafnaði metin og stuttu síðar kom Duran inn á. Budimir fékk tækifæri til að koma Osasuna aftur yfir en klikkaði á vítaspyrnu. Aspas kom inn á strax í kjölfarið.

Aspas átti frábæra stungusendingu á Duran sem slapp í gegn og skoraði örugglega þegar skammt var til loka leiksins og tryggði liðinu sigurinn.

Alemao var hetja Rayo Vallecano þegar hann skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma með skalla eftir fyrirgjöf frá Pep Chavarria.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
5 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
6 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner