Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 27. október 2025 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjónsson var kynntur sem nýr þjálfari Fylkis í dag en margir Fylkismenn mættu á kynninguna. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

„Það er frábær mæting á þessa kynningu, Fylkismenn að fjölmenna sem sýnir að menn vilja gera hlutina vel. Ég er þakklátur fyrir það. Spennandi leikmannahópur og spennandi klúbbur," sagði Heimir.

„Síðasta tímabil voru vonbrigði. Það er mitt að sjá til þess að það gerist ekki aftur."

Ætlar þú að fara upp með Fylki á fyrsta ári?

„Það er allltaf þannig í næst efstu deild að það er verið að keppa um að falla eða komast upp. Auðvitað vill Fylkir vera í baráttu um að komast upp. Það sem við þurfum að hugsa fyrst er að búa til samkeppnishæft lið, búa til góða liðsheild og sjá hvert það leiðir okkur. Ef þú lítur yfir leikmannahópinn þá eru hæfileikarnir heldur betur til staðar," sagði Heimir.

Heimir gerir ekki ráð fyrir því að það verði miklar breytingar á leikmannahópnum.

„Það verða einhverjar breytingar en þegar ég leit yfir leikmannahópinn þá er grunnurinn góður og það er mikið af bæði góðum og efnilegum leikmönnum, við þurfum að virkja þá," sagði Heimir.

Hann heillaðist mikið af hugmyndafræði félagsins.

„Við erum búnir að eiga samtöl á undan. Meistaraflokksráð Fylkis hrifu mig strax þegar þeir fóru að kynna hugmyndirnar. Það kom skýrt fram á þeim fundi að þeir vissu strax hvert þeir vildu fara og hvernig þeir ætluðu að gera það og af hverju árangurinn náðist ekki í fyrra. Ég heillaðist af því," sagði Heimir.

„Hér eru forsendur til að byggja eitthvað upp og gera góða hluti. Ég leit svolítið í það. Ég er búinn að vinna fullt af titlum. Það er kominn tími til að hugsa öðruvísi og búa til eitthvað."
Athugasemdir
banner
banner