Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram. Hann staðfestir þetta í samtali við Fótbolta.net.
Óskar Smári hefur náð stórkostlegum árangri með Fram síðustu árin en þegar hann tók við liðinu þá var það í 2. deild.
Óskar Smári hefur náð stórkostlegum árangri með Fram síðustu árin en þegar hann tók við liðinu þá var það í 2. deild.
Fram var núna að klára sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni og tókst að halda sér uppi.
Í samtali við Fótbolta.net segir Óskar Smári að metnaður hans liggi ekki á sama stað og Fram.
Nýverið hættu þjálfarar Stjörnunnar en Óskar Smári hefur verið orðaður við það starf.
Athugasemdir



