Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 17:01
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leverkusen vann Freiburg - Ekki enn tapað deildarleik undir stjórn Hjulmand
Edmond Tapsoba skoraði seinna mark Leverkusen
Edmond Tapsoba skoraði seinna mark Leverkusen
Mynd: EPA
Bayer 2 - 0 Freiburg
1-0 Ernest Poku ('22 )
2-0 Edmond Tapsoba ('52 )
Rautt spjald: Philipp Lienhart, Freiburg ('74)

Kasper Hjulmand og lærisveinar hans í Bayer Leverkusen unnu þriðja deildarleikinn í röð er liðið hafði betur gegn Freiburg, 2-0, í þýsku deildinni í dag.

Hjulmand tók við keflinu af Erik ten Hag í byrjun leiktíðar og hefur komið með ferska vinda í hópinn.

Hollendingurinn Ernest Poku skoraði fyrir Leverkusen á 22. mínútu með hörkuskoti fyrir utan teig áður en Edmond Tapsoba bætti við öðru með skalla eftir glæsilega fyrirgjöf Alex Grimaldo á 52. mínútu.

Leverkusen klúðraði tveimur dauðafærum á nokkrum sekúndum skömmu eftir annað markið. Noah Atubolu varði fyrst frá Poku áður en Arthur skaut boltanum framhjá fyrir opnu marki.

Fimmtán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma sá Philipp Lienhart sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Freiburg fyrir tæklingu á alsírska landsliðsmanninum Ibrahim Maza.

Þægilegt hjá Leverkusen sem er komið upp í 4. sæti með 17 stig en Freiburg er í 11. sæti með 9 stig.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 RB Leipzig 8 6 1 1 16 9 +7 19
3 Stuttgart 8 6 0 2 13 7 +6 18
4 Dortmund 8 5 2 1 14 6 +8 17
5 Leverkusen 8 5 2 1 18 11 +7 17
6 Eintracht Frankfurt 8 4 1 3 21 18 +3 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 8 2 3 3 11 13 -2 9
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 St. Pauli 8 2 1 5 8 14 -6 7
15 Augsburg 8 2 1 5 12 20 -8 7
16 Mainz 8 1 1 6 9 16 -7 4
17 Heidenheim 8 1 1 6 7 16 -9 4
18 Gladbach 8 0 3 5 6 18 -12 3
Athugasemdir
banner