Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 14:22
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í El Clásico - Ætla að þagga niður í Yamal
Lamine Yamal byrjar
Lamine Yamal byrjar
Mynd: EPA
Spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona eigast við í El Clásico-slagnum fræga í La Liga klukkan 15:15 á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd í dag.

Madrídingar eru á toppnum með 24 stig en Börsungar í öðru sæti með 22 stig.

Það er alltaf mikill hiti í leikjum þessara liða og verður hann sérstaklega mikill í þetta sinn eftir ummæli Lamine Yamal í aðdraganda leiksins.

Yamal sagði Real Madrid vera klúbb sem stelur og kvartar í beinu streymi á Twitch og virkaði þá afar kokhraustur fyrir einvígi liðanna. Madrídingar eru því harð ákveðnir í að sýna honum í tvo heimana í dag.

Hann er að sjálfsögðu í byrjunarliði Barcelona og þar má einnig finna enska sóknarmanninn Marcus Rashford.

Kylian Mbappe, Jude Bellingham og Vinicius Junior byrja allir hjá Madrídingum en Trent Alexander-Arnold og Dani Carvajal eru báðir á bekknum.

Leikurinn hefst klukkan 15:15 í dag og er í beinni útsendingu á Livey.

Real Madrid: Courtois; Valverde, Militao, Huijsen, Carreras; Tchouameni, Camavinga; Vinicius, Bellingham, Güler; Mbappé.

Barcelona: Szczesny, Kounde, Eric Garcia, Cubarsi, Balde; Frenkie de Jong, Pedri, Fermín; Rashford, Ferran Torres, Lamine Yamal.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
5 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
6 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
9 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
10 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
11 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
15 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
16 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
17 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
18 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir