Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sverrir Páll að yfirgefa ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Páll Hjaltested mun, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, yfirgefa ÍBV þegar samningur hans rennur út um miðjan næsta mánuð.

Hann er 25 ára framherji sem var að klára sitt þriðja tímabil í Vestmannaeyjum.

Komandi inn í tímabilið var hann ekki fremstur í goggunarröðinni hjá ÍBV en þegar þeir Omar Sowe og Oliver Heiðarsson meiddust snemma móts varð ábyrgðin mikil og hann orðinn lykilmaður í leik liðsins.

Sverrir Páll skoraði sex mörk í 21 leik fyrir tvískiptingu en náði ekki að skora í neðri hlutanum. Hann var líka sex marka maður tímabilin 2023 og 2024.

Hann kom til ÍBV frá Val og er uppalinn hjá Víkingi. Hann hefur einnig leikið með Kórdrengjum og Völsungi hér á landi og unglingaliðum Tromsö í Noregi.
Athugasemdir
banner