Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   mán 27. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thomas Muller skoraði í sigri Vancouver
Mynd: Vancouver Whitecaps
Thomas Muller skoraði þegar Vancouver Whitecaps fór langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum í úrslitakeppni MLS deildarinnar í Bandaríkjunum.

Vancouver fékk Dallas FC í heimsókn í nótt en Muller skoraði annað mark liðsins úr vítaspyrnu í 3-0 sigri.

Liðin mætast aftur í Dallas þann 2. nóvember og þá kemur í ljós hvort liðið kemst áfram í átta liða úrslitin.

Hinn 36 ára gamli Muller hefur farið á kostum hjá Vancouver en hann hefur komið að marki í öllum leikjunum nema einum. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp fjögur í níu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner