Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 10:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir ætlar að hringja í Emil Ásmunds
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismaðurinn Emil Ásmundsson lagði skóna á hilluna í haust en hann er miðjumaður sem fæddur er 1995. Meiðsli hafa sett stór strik í reikninginn á ferli hans en hann var á mála hjá Brighton á Englandi og lék með Fylki og KR á sínum ferli.

Hann var til viðtals hjá Alberti Brynjari Ingasyni í Gula Spjaldinu í síðustu viku og fór yfir ferilinn. Í þættinum talaði hann um Heimi Guðjónsson sem var í gær kynntur sem þjálfari Fylkis.

Hann nefndi Heimi sem þjálfara sem hann hefði viljað spila fyrir á ferlinum. „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar Heimir var orðaður við Fylki var: Andskotinn, ég hefði verið feitt til í þetta."

Heimir ræddi við Fótbolta.net eftir kynningarfund Fylkis í gær. Hann var spurður út í Emil. Svekkjandi að sjá að hann sé hættur?

„Að sjálfsögðu. Frábær leikmaður og sterkur karakter líka sem skiptir gríðarlegu máli í þessum leik. Auðvitað mun ég splæsa í eitt símtal og spyrja hann hvort hann sé örugglega hættur," sagði Heimir og brosti.
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Athugasemdir
banner