Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Munu elska Hincapie
Mynd: Arsenal
Arsenal vann nauman sigur gegn Crystal Palace í gær þar sem fyrrum Palace maðurinn Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins.

Það var áhyggjuefni fyrir Arsenal að Mikel Arteta þurfti að taka William Saliba, Riccardo Calafiori og Delcan Rice af velli vegna meiðsla en Arteta gat ekki sagt frá því hvers eðlis meiðslin væru.

Cristhian Mosquera og Piero Hincapie komu inn á fyrir Saliba og Calafiori en þeir komu báðir til Arsenal í sumar. Hincapie kom frá Leverkusen en hann var að spila aðeins sinn annan leik og sinn fyrsta heimaleik.

Mosquera kom frá Villarreal og hefur spilað tíu leiki.

„Mosquera á hrós skilið því hann er búinn að vera spila, ég held að hann hafi bara spilað eitt ár í spænsku deildinni. Hann kemur inn í nýja deild með miklar væntingar á sér og lætur til sín taka," sagði Arteta.

„Það er frábært að fá Hincapie á völlinn líka. Maður fann fyrir ákveðninni í öllum aðgerðum. Ég held að stuðningsmennirnir muni elska hann."
Athugasemdir
banner