Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   sun 26. október 2025 17:20
Kári Snorrason
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Höskuldur í leiknum gegn KuPS síðastliðinn fimmtudag.
Höskuldur í leiknum gegn KuPS síðastliðinn fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik náðu ekki Evrópusæti þrátt fyrir sigur gegn Stjörnunni í dag. Liðið þurfti að vinna með tveimur mörkum til að ná sæti í Evrópu á næstu leiktíð en leikar enduðu 2-3. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks mætti í viðtal að leik loknum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

„Úr því sem komið var: að við náum að vera komnir í þennan úrslitaleik um Evrópusæti, var grátlegt að ná þessu ekki. Það hefði verið skemmtilegt að vinna þetta á dramatískan hátt, en svona er þetta bara. Við óskum Stjörnunni til hamingju og þeir eiga þetta fyllilega skilið.“ 

Á síðustu sekúndum leiksins komust Blikar grátlega nálægt því að tryggja Evrópusætið er Höskuldur átti hjólhestaspyrnu sem hafnaði í þverslánni.

„Maður verður bara að eiga þetta inni. Það hefði verið mjög grand. Fyrir utan það fannst mér við vera sækja til sigurs en við þurftum að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum. Þetta var grátlega nálægt, lítið hægt að segja en að við séum sárir og svekktir.“ 

Á síðustu sex dögum hefur liðið gengið í gegnum þjálfaraskipti ásamt því að leika tvo stóra leiki.

„Þetta hefur verið virðburðarrík vika, stór og sjokkerandi tíðindi í bland við tvo risastóra leiki. Þetta hefur verið geðshræringavika. Síðustu tveir leikir hafa verið nokkuð jákvæðir. Núna myndast andrými til að mæta með tilhlökkun í deildarkeppni í Evrópu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner