Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 26. október 2025 17:20
Kári Snorrason
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Höskuldur í leiknum gegn KuPS síðastliðinn fimmtudag.
Höskuldur í leiknum gegn KuPS síðastliðinn fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik náðu ekki Evrópusæti þrátt fyrir sigur gegn Stjörnunni í dag. Liðið þurfti að vinna með tveimur mörkum til að ná sæti í Evrópu á næstu leiktíð en leikar enduðu 2-3. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks mætti í viðtal að leik loknum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

„Úr því sem komið var: að við náum að vera komnir í þennan úrslitaleik um Evrópusæti, var grátlegt að ná þessu ekki. Það hefði verið skemmtilegt að vinna þetta á dramatískan hátt, en svona er þetta bara. Við óskum Stjörnunni til hamingju og þeir eiga þetta fyllilega skilið.“ 

Á síðustu sekúndum leiksins komust Blikar grátlega nálægt því að tryggja Evrópusætið er Höskuldur átti hjólhestaspyrnu sem hafnaði í þverslánni.

„Maður verður bara að eiga þetta inni. Það hefði verið mjög grand. Fyrir utan það fannst mér við vera sækja til sigurs en við þurftum að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum. Þetta var grátlega nálægt, lítið hægt að segja en að við séum sárir og svekktir.“ 

Á síðustu sex dögum hefur liðið gengið í gegnum þjálfaraskipti ásamt því að leika tvo stóra leiki.

„Þetta hefur verið virðburðarrík vika, stór og sjokkerandi tíðindi í bland við tvo risastóra leiki. Þetta hefur verið geðshræringavika. Síðustu tveir leikir hafa verið nokkuð jákvæðir. Núna myndast andrými til að mæta með tilhlökkun í deildarkeppni í Evrópu.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner