Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 09:53
Kári Snorrason
Bjarni Hafstein á förum frá Fjölni
Bjarni á að baki 77 leiki fyrir félagið.
Bjarni á að baki 77 leiki fyrir félagið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bjarni Þór Hafstein, leikmaður Fjölnis, er á leiðinni frá félaginu. Samningur Bjarna rennur út núna um miðjan nóvember og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann ákveðið að færa sig um set. 

Fjölnir féll úr Lengjudeildinni í ár og mun leika í 2. deild á næsta tímabili. Bjarni, sem er kantmaður, lék 20 leiki með liðinu í deildinni í sumar og skoraði þar fimm mörk.

Hann er fæddur árið 2000 og er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur verið á mála hjá Fjölni frá árinu 2022. Þar áður lék hann með Víkingi Ólafsvík í Lengjudeildinni og Augnablik í 3. deild.

Athugasemdir