Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbollskanalen 
Reyna aftur að fá Stefán Inga
Mynd: Sandefjord
Mynd: Sandefjord
Norska félagið Sandefjord og sænska félagið Djurgården náðu samkomulagi um félagaskipti Stefáns Inga Sigurðarson síðasta sumar en ekkert varð úr skiptunum þar sem August Priske var áfram hjá Djurgården.

Sænski miðillinn Aftonbladet greinir frá því að Stefán sé enn á óskalista Djurgården. Bosse Andersson, íþróttastjóri Djurgården, hefur fylgst grannt með Stefáni á tímabilinu.

Stefán hefur skorað 13 mörk í 22 leikjum fyrir Sandefjord á tímabilinu í norsku deildinni.

Í viðtali við Fótbolta.net sem var birt fyrir helgi var Stefán Ingi spurður að því hvort það yrðu vonbrigði að vera áfram í Sandefjord á næsta tímabili.

„Nei, en þú vilt alltaf vera að taka næsta skref á ferlinum, en það yrðu engin vonbrigði að vera áfram. Mér líður vel hérna. Ef færið gefst og tækifærið er rétt, þá vill maður taka næsta skref. Það þarf bara að koma í ljós," sagði Stefán Ingi.

Sandefjord er í 5. sæti norsku deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Djurgarden er í 5. sæti sænsku deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Mikael Neville Anderson er leikmaður sænska liðsins.
Athugasemdir
banner