Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 11:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Smári fundaði með Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net fundað með Selfossi um að verða næsti þjálfari liðsins og samkvæmt heimildum er ekki útilokað að hann taki við liðinu.

Eiður Smári hefur ekki verið í þjálfun frá því að hann var hjá FH tímabilið 2022.

Eiður Smári er 47 ára og átti magnaðan feril sem leikmaður, af mörgum talinn besti leikmaður Íslandssögunnar. Hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea og vann þrennuna með Barcelona.

Hann hjálpaði svo Íslandi að komast á EM 2016. Hann skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum.

Hann var fyrst aðalþjálfari hjá FH 2020 og gerði mjög góða hluti, var aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar með U21 landsliðið og aðstoðaði hann svo með A-landsliðið.

Selfoss er í þjálfaraleit eftir að Bjarni Jóhannsson hætti með liðið í haust eftir að Selfoss féll í 2. deild. Óli Stefán Flóventsson hefur einnig fundað með Selfossi.
Athugasemdir
banner