Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ásamt Jóhönnu Ósk. Hún missti langveika systur sína fyrir tveimur árum. Hún stofnaði góðgerðarfélagið Gleðistjarnan ásamt fjölskyldu sinni.
Logi Hrafn Róbertsson leikmaður NK Istra ásamt Hrólfi Sæberg 11 ára. Hann missti litla bróður sinn af slysförum fyrir 4 árum síðan. Málefni: GrænnDagur.is
„Eftir að hafa verið í kringum fótbolta nánast allt mitt lífið og skapað mér tengingar þar. Þá vildi ég nýta þær til góðs og fannst tilvalið að gera það á þennan máta," segir Orri Rafn Sigurðarson sem hefur að undanförnu gefið treyjur í samstarfi við íslenska leikmenn sem leika erlendis sem atvinnumenn.
„Í samstarfi með atvinnumönnum okkar fór ég af stað með verkefnið Gleðjum Saman sem snýst um að gefa af sér og gleðja þá sem eiga það skilið. Leikmenn hitta og afhenda áritaðar treyjur til einstaklinga sem hafa eða glíma enn við erfiðleika."
„Í samstarfi með atvinnumönnum okkar fór ég af stað með verkefnið Gleðjum Saman sem snýst um að gefa af sér og gleðja þá sem eiga það skilið. Leikmenn hitta og afhenda áritaðar treyjur til einstaklinga sem hafa eða glíma enn við erfiðleika."
Yfir 35 fótboltatreyjur verða gefnar í þessu verkefni og líkur eru á því að atvinnumenn í öðrum íþróttum komi líka að verkefninu. Leikmenn eins og Hákon Arnar Haraldsson, Logi Tómasson og Ísak Bergmann Jóhannesson ætla að gefa treyjur í verkefnið.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir leikmaður Brøndby ásamt Elísabetu Ásu sem greindist með Acnes taugasjúkdóminn árið 2024. Hún er ein af fáum í heiminum sem bera þessa tegund af sjúkdómnum. Málefni: Einstök Börn
Orri hefur í samstarfi við leikmenn afhent átta treyjur og fleiri treyjur verða gefnar á komandi vikum og mánuðum til flottra einstaklinga. Hann vonar að sem flestir vilji hjálpa til og er opinn fyrir öllum ábendingum um einstaklinga sem eiga skilið að fá glaðning.
,Ég fer yfir allar tilnefningar sem að berast og ber þær svo undir leikmennina. Saman tökum við svo lokaákvörðun um hvaða einstaklingur fær treyjuna frá þeim."
Hægt er að senda á hann skilaboð á Facebook, Instagram og X/Twitter.
„Allt hrós fer á leikmennina sem að taka þátt í verkefninu og gefa sér tíma til að gleðja aðra," segir Orri að endingu.
Landsliðsmennirnir Brynjólfur Willumsson og Elías Rafn Ólafsson ásamt Magnúsi Mána - 15 ára - sem missti skyndilega allan mátt fyrir neðan bringu eftir alvarleg veikindi árið 2023.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, leikmaður Anderlecht, ásamt Kolfinnu Rán Færseth. Hún er 12 ára gömul og berst við krabbamein í annað skipti á tíu árum. Málefni: Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna
Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan, ásamt Víkingi Atla sem er með nýrnaveiki á fjórða stigi. Málefni: Barnaspítali Hringsins.
Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Sandefjord, ásamt Henrik Heiki - 3 ára - sem greindur er með SMA týpu 2. Málefni: fsma.is
Athugasemdir


