Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Delap spilar gegn Úlfunum
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Liam Delap hefur verið á meiðslalistanum í tvo mánuði vegna meiðsla aftan í læri en hann verður í leikmannahópnum hjá Chelsea sem heimsækir Wolves í Carabao deildabikarnum á morgun.

„Hann tók þátt í allri æfingunni í gær og er klár fyrir morgundaginn. Hann er ekki að fara að spila 90 mínútur, hann hefur verið frá í tvo mánuði svo við þurfum að vinna í að hann verði 100%," segir Enzo Maresca, stjóri Chelsea.

Delap kom til Chelsea frá Ipswich í sumar en meiddist snemma tímabils.

Maresca ætlar að gera breytingar á byrjunarliði sínu.

„Við þurfum að dreifa álaginu og verja leikmenn. Þetta verður erfitt tímabil ef við geum það ekki. Það verða einhverjar breytingar," segir Maresca og nefndi Enzo Fernandez, Moises Caicedo og Joao Pedro sem dæmi um leikmenn sem þurfi að fara varlega með.

Þrír leikir verða í deildabikarnum, 16-liða úrslitum, í kvöld og hinir fimm verða á morgun.

þriðjudagur 28. október
19:45 Grimsby - Brentford
19:45 Wycombe - Fulham
20:00 Wrexham - Cardiff City

miðvikudagur 29. október
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Liverpool - Crystal Palace
19:45 Swansea - Man City
19:45 Wolves - Chelsea
20:00 Newcastle - Tottenham
Athugasemdir
banner