Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 18:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Van de Ven fór mikinn í sigri Tottenham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Everton 0 - 3 Tottenham
0-1 Micky van de Ven ('19 )
0-2 Micky van de Ven ('45 )
0-3 Pape Matar Sarr ('89 )

Varnarmaðurinn Micky van de Ven fór mikinn í sigri Tottenham gegn Everton á Hill Dickinson vellinum í Liverpool í kvöld.

Tottenham náði forystunni eftir tuttugu mínútna leik. Mohamed Kudus tók hornspyrnu á fjærstöngina og Rodrigo Bentancur skallaði boltann fyrir markið á Van de Ven sem skallaði boltann í netið af stuttu færi.

Stuttu síðar skoraði Jake O'Brian fyrir Everton eftir hornspyrnu en Jack Grealish og Iliman Ndiaye voru í glímu við Guglielmo Vicario og voru dæmdir rangstæðir.

Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik bætti Van de Ven við sínu öðru marki og aftur skallaði hann boltann í netið eftir hornspyrnu.

Bæði lið fengu góð tækifæri til að skora í byrjun seinni hálfleiks en Vicario og Jordan Pickford áttu báðir góðar vörslur.

Pickford var hins vegar sigraður í blálokin þegar Pape Matar Sarr skoraði þriðja mark Tottenham og innsiglaði sigur liðsins. Pedro Porro átti fyrirgjöf á fjærstöngina, Richarlison skallaði boltann fyrir markið og Sarr mætti og skallaði boltann i netið.

Tottenham fer upp í 3. sæti, upp fyrir Liverpool, Man Utd og Man City, með 17 stig. Everton er í 14. sæti meeð 11 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner