Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 26. október 2025 17:08
Kári Snorrason
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik náðu ekki Evrópusæti þrátt fyrir sigur gegn Stjörnunni í dag. Liðið þurfti að vinna með tveimur mörkum til að ná sæti í Evrópu á næstu leiktíð en leikar enduðu 2-3 Blikum í hag. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, mætti í viðtal eftir leik. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

„Við vorum ansi nálægt því og hefðum viljað komað þessu yfir línuna í lokin en því miður tókst það ekki. Við vorum ekki nógu ánægðir með fyrri hálfleikinn, leikurinn fór fram á þeirra forsendum - sem er meira kaos og 'transition' atvik sem að við vildum koma í veg fyrir og gerðum mun betur í seinni hálfleik. Leikurinn fór fram meira og minna fram á þeirra vallarhelmingi í seinni hálfleik, mjög flottur seinni hálfleikur og fáum nóg af stöðum til þess að klára verkefnið, því miður.“ 

Það hlýtur að vera mikið högg fyrir félag eins og Breiðablik að ná ekki Evrópusæti?

„Auðvitað er það sem félagið vill vera partur af á hverju ári en það þýðir ekki að pæla of mikið í því. Við erum í Evrópu sem stendur, mjög spennandi verkefni þar framundan og við einbeitum okkur að því.“ 

Næsti leikur Breiðabliks er gegn Shaktar Donetsk í Sambandsdeildinni. 

„Eins og þú sérð er þetta frábært lið, það eru smá hlutir sem þarf að laga til. Við megum ekki hleypa þessum leikjum í fram og til baka. Við þurfum að vera betri í atvikum þegar við vinnum boltann: halda betur í hann eða sækja hratt. Við höldum áfram að bæta okkar leik en hann er mjög góður fyrir. “ 

„Við höfum ekk fengið margar æfingar sem við höfum nýtt í taktík. Auðvitað eru hlutir sem við höfum verið að koma með inn. Síðan eiga strákarnir þetta skuldlaust, hafa verið frábærir síðan ég kom og standa sig vel. Það er bara áfram gakk.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner