Breiðablik náðu ekki Evrópusæti þrátt fyrir sigur gegn Stjörnunni í dag. Liðið þurfti að vinna með tveimur mörkum til að ná sæti í Evrópu á næstu leiktíð en leikar enduðu 2-3 Blikum í hag. Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 Breiðablik
„Við vorum ansi nálægt því og hefðum viljað komað þessu yfir línuna í lokin en því miður tókst það ekki. Við vorum ekki nógu ánægðir með fyrri hálfleikinn, leikurinn fór fram á þeirra forsendum - sem er meira kaos og 'transition' atvik sem að við vildum koma í veg fyrir og gerðum mun betur í seinni hálfleik. Leikurinn fór fram meira og minna fram á þeirra vallarhelmingi í seinni hálfleik, mjög flottur seinni hálfleikur og fáum nóg af stöðum til þess að klára verkefnið, því miður.“
Það hlýtur að vera mikið högg fyrir félag eins og Breiðablik að ná ekki Evrópusæti?
„Auðvitað er það sem félagið vill vera partur af á hverju ári en það þýðir ekki að pæla of mikið í því. Við erum í Evrópu sem stendur, mjög spennandi verkefni þar framundan og við einbeitum okkur að því.“
Næsti leikur Breiðabliks er gegn Shaktar Donetsk í Sambandsdeildinni.
„Eins og þú sérð er þetta frábært lið, það eru smá hlutir sem þarf að laga til. Við megum ekki hleypa þessum leikjum í fram og til baka. Við þurfum að vera betri í atvikum þegar við vinnum boltann: halda betur í hann eða sækja hratt. Við höldum áfram að bæta okkar leik en hann er mjög góður fyrir. “
„Við höfum ekk fengið margar æfingar sem við höfum nýtt í taktík. Auðvitað eru hlutir sem við höfum verið að koma með inn. Síðan eiga strákarnir þetta skuldlaust, hafa verið frábærir síðan ég kom og standa sig vel. Það er bara áfram gakk.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.





















