Heimild: Morgunblaðið
Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í lið ársins í Bestu deildinni en hann var lylilhlekkur þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var fyrsti titill Gylfa á ferlinum.
„Þetta er alltaf skemmtilegast þegar vel gengur og þetta er búið að vera ótrúlega gaman síðustu mánuði. Þegar þú ert búinn að vinna deildina einu sinni þá viltu gera það aftur og upplifa þessar tilfinningar aftur," segir Gylfi í viðtali við Morgunblaðið.
„Þetta er alltaf skemmtilegast þegar vel gengur og þetta er búið að vera ótrúlega gaman síðustu mánuði. Þegar þú ert búinn að vinna deildina einu sinni þá viltu gera það aftur og upplifa þessar tilfinningar aftur," segir Gylfi í viðtali við Morgunblaðið.
Gylfi er 36 ára og verður áfram með Víkingum á næsta tímabili.
„Ég veit ekki hvort ég eigi eitt ár eða fjögur ár eftir í boltanum, það verður bara að koma í ljós. Líkaminn er í frábæru standi, ég hef verið meiðslafrír nánast allt tímabilið og á meðan líkaminn er góður mun ég halda áfram að spila."
Athugasemdir


