Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 09:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir Postecoglou góðan kost fyrir Celtic
Mynd: EPA
Brendan Rodgers sagði upp sem stjóri Celtic í gær í kjölfar taps gegn Hearts í skosku deildinni. Celtic er átta stigum á eftir Hearts sem er á toppi deildarinnar.

Chris Sutton, fyrrum leikmaður Celtic, telur að Ange Postecoglou ætti að verða næsti stjóri liðsins. Postecoglou stýrði Celtic frá 2021-2023 en hann var nýlega rekinn frá Nottingham Forest.

„Ég held að það yrði mjög sniðugt að ráða Ange Postecoglou. Hann var elskaður hérna. Hans hugmyndafræði var vel liðin. Hann er atvinnulaus og ég tel að þetta sé nokkuð augljós og góður kostur," sagði Sutton.

„Hann myndi koma með mikla jákvæðni aftur til Celtic sem þeir þurfa á að halda."

Celtic vann skosku deildina tvisvar undir stjórn Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner