Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 13:11
Kári Snorrason
Byrjunarliðin í Evrópuslagnum - Fimm breytingar hjá Blikum
Ólafur Ingi gerir fimm breytingar.
Ólafur Ingi gerir fimm breytingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári snýr aftur í byrjunarlið Garðbæinga.
Samúel Kári snýr aftur í byrjunarlið Garðbæinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Hauksson byrjar í sínum fyrsta Bestu-deildar leik.
Bjarki Hauksson byrjar í sínum fyrsta Bestu-deildar leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik og Stjarnan mætast í síðasta leik Bestu-deildarinnar þetta árið en leikurinn er jafnframt úrslitaleikur um Evrópusæti. Breiðablik þarf að vinna með tveggja marka mun eða meira til að hrifsa Evrópusætið af Garðbæingum. Um klukkutími er í leik og búið er að opinbera byrjunarliðin.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Breiðablik

Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafntefli gegn Fram í síðasta leik. 

Damil Serena Dankerlui og Andri Rúnar Bjarnason taka sér sæti á bekknum.  Guðmundur Kristjánsson og Alpha Conteh eru báðir utan hóps en Guðmundur er í leikbanni en óvíst er með Conteh.

Inn í liðið koma þeir Jóhann Árni Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson, Emil Atlason og Bjarki Hauksson.

Ólafur Ingi Skúlason, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, gerir fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik, þar sem Breiðablik gerði markalaust jafntefli við finnsku meistarana, KuPS í Sambandsdeildinni.

Inn í liðið kemur fyrrum Stjörnumaðurinn Óli Valur Ómarsson, ásamt þeim Aroni Bjarnasyni, Antoni Loga Lúðvíkssyni, Kristni Steindórssyni og Kristófer Inga Kristinssyni. Óvíst var með Anton Loga hvort að hann myndi ná leiknum vegna meiðsla, en hann er víst klár í slaginn.

Úr byrjunarliðinu víkja þeir Tobias Thomsen, Arnór Gauti Jónsson, Viktor Karl Einarsson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Kristinn Jónsson.

Tobias Thomsen er í leikbanni og er því utan hóps en hinir fjórir eru til taks á bekknum.


Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason (f)
23. Benedikt V. Warén
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
78. Bjarki Hauksson

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic
Athugasemdir
banner