Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mán 27. október 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Ragnar Braga Sveinsson, fyrirliða Fylkis, eftir að Heimir Guðjónsson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.

„Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Þetta er frábær ráðning, eins og þú sérð á mætingunni og stemningunni í hverfinu, vonandi að þetta sé upphafið af nýjum tímum hérna. Gríðarleg spenna fyrir honum hjá öllum Árbæingum, mörg andlit hérna sem ég hef ekki séð lengi sem er algjörlega frábær," sagði Ragnar Bragi léttur.

„Maður sem er sigursælasti þjálfarinn á Íslandi. Að fá hann inn er geggjað. Hann er líka að fara í fullt starf sem hefur ekki verið hjá okkur áður. Eftir erfitt ár þá er þetta smá spark í rassinn. Þetta lyftir hverfinu upp og fólkinu í kringum klúbbinn, sjálfboðaliðum, styrktaraðlinum og fleira. Þetta sýnir að klúbbnum sé alvara."

Ragnar Bragi var ánægður með Heimi á fundinum í Fylkishöllinni en margir Fylkismenn voru mættir til að fylgjast með.

„Þetta getur verið vandræðalegt og stutt á svona fundum. Hann er gamall refur í bransanum og kann að svara og fara eðlilega yfir hlutina. Ekki með einhver týpísk svör út í loftið og æft svar, hann fór vel yfir hlutina og ég held að fólk hafi kunnað að meta það," sagði Ragnar Bragi.
Athugasemdir
banner