Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   mán 27. október 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Ragnar Braga Sveinsson, fyrirliða Fylkis, eftir að Heimir Guðjónsson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.

„Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Þetta er frábær ráðning, eins og þú sérð á mætingunni og stemningunni í hverfinu, vonandi að þetta sé upphafið af nýjum tímum hérna. Gríðarleg spenna fyrir honum hjá öllum Árbæingum, mörg andlit hérna sem ég hef ekki séð lengi sem er algjörlega frábær," sagði Ragnar Bragi léttur.

„Maður sem er sigursælasti þjálfarinn á Íslandi. Að fá hann inn er geggjað. Hann er líka að fara í fullt starf sem hefur ekki verið hjá okkur áður. Eftir erfitt ár þá er þetta smá spark í rassinn. Þetta lyftir hverfinu upp og fólkinu í kringum klúbbinn, sjálfboðaliðum, styrktaraðlinum og fleira. Þetta sýnir að klúbbnum sé alvara."

Ragnar Bragi var ánægður með Heimi á fundinum í Fylkishöllinni en margir Fylkismenn voru mættir til að fylgjast með.

„Þetta getur verið vandræðalegt og stutt á svona fundum. Hann er gamall refur í bransanum og kann að svara og fara eðlilega yfir hlutina. Ekki með einhver týpísk svör út í loftið og æft svar, hann fór vel yfir hlutina og ég held að fólk hafi kunnað að meta það," sagði Ragnar Bragi.
Athugasemdir
banner
banner