Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 27. október 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Ragnar Braga Sveinsson, fyrirliða Fylkis, eftir að Heimir Guðjónsson var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.

„Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Þetta er frábær ráðning, eins og þú sérð á mætingunni og stemningunni í hverfinu, vonandi að þetta sé upphafið af nýjum tímum hérna. Gríðarleg spenna fyrir honum hjá öllum Árbæingum, mörg andlit hérna sem ég hef ekki séð lengi sem er algjörlega frábær," sagði Ragnar Bragi léttur.

„Maður sem er sigursælasti þjálfarinn á Íslandi. Að fá hann inn er geggjað. Hann er líka að fara í fullt starf sem hefur ekki verið hjá okkur áður. Eftir erfitt ár þá er þetta smá spark í rassinn. Þetta lyftir hverfinu upp og fólkinu í kringum klúbbinn, sjálfboðaliðum, styrktaraðlinum og fleira. Þetta sýnir að klúbbnum sé alvara."

Ragnar Bragi var ánægður með Heimi á fundinum í Fylkishöllinni en margir Fylkismenn voru mættir til að fylgjast með.

„Þetta getur verið vandræðalegt og stutt á svona fundum. Hann er gamall refur í bransanum og kann að svara og fara eðlilega yfir hlutina. Ekki með einhver týpísk svör út í loftið og æft svar, hann fór vel yfir hlutina og ég held að fólk hafi kunnað að meta það," sagði Ragnar Bragi.
Athugasemdir