Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 28. október 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Milner ekki með gegn Arsenal
Mynd: EPA
Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, greindi frá því á fréttamannafundi í dag að miðjumaðurinn reynslumikli James Milner væri að glíma við smávægileg vöðvameiðsli og yrði ekki með í deildabikarleiknum gegn Arsenal annað kvöld.

Arsenal og Brighton etja kappi 19:45 á morgun.

Hurzeler sagði þá að þeir Kaoru Mitoma, Jol Veltman og Brajan Gruda væru að nálgast endurkomu en þessi leikur kæmi of snemma fyrir þá.

Þrír leikir verða í deildabikarnum, 16-liða úrslitum, í kvöld og hinir fimm verða á morgun.

þriðjudagur 28. október
19:45 Grimsby - Brentford
19:45 Wycombe - Fulham
20:00 Wrexham - Cardiff City

miðvikudagur 29. október
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Liverpool - Crystal Palace
19:45 Swansea - Man City
19:45 Wolves - Chelsea
20:00 Newcastle - Tottenham
Athugasemdir
banner
banner