Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   sun 26. október 2025 23:22
Elvar Geir Magnússon
Bálreiður eftir að sungið var að hann yrði „rekinn á morgun“
Það gengur ekkert hjá Wolves.
Það gengur ekkert hjá Wolves.
Mynd: EPA
Úlfarnir eru án sigurs í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eftir 2-3 tap gegn Burnley lentu leikmenn og stjórinn í heitum orðaskiptum við óánægða stuðningsmenn.

Stjórinn Vítor Pereira var dreginn í burtu þegar hann sást reiður kalla eitthvað að stúkunni. Meðan á leik stóð sungu stuðningsmenn meðal annars „Hann verður rekinn á morgun".

„Ég sagði við stuðningsmenn að við hefðum lagt mikla vinnu á okkur og við þyrftum að berjast saman. Ég skil pirringinn en skilaboð mín eru að ef við berjumst sameinaðir með stuðningsmönnum getum við unnið leiki og keppt. Ef ég væri stuðningsmaður eftir þennan leik væri ég stoltur af liðinu mínu," sagði Pereira í viðtali eftir lætin.

„Fyrir tveimur mánuðum sungu stuðningsmennirnir nafn mitt eftir að við héldum okkur uppi. Núna sungu þeir um að ég yrði kannski rekinn. Svona er boltinn."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner
banner