Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 13:10
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Arteta breytir ekki sigurliði - Skorar Haaland þrettánda leikinn í röð?
Arsenal getur styrkt stöðu sína á toppnum
Arsenal getur styrkt stöðu sína á toppnum
Mynd: EPA
Haaland er sjóðandi heitur
Haaland er sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Níunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar heldur áfram klukkan 14:00 í dag en alls eru fjórir leikir á dagskrá.

Arsenal mætir Crystal Palace á Emirates-leikvanginum en lærisveinar Mikel Arteta virðast enn beittari en á síðustu leiktíð og þykja líklegir til þess að berjast um Englandsmeistaratitilinn í ár.

Palace hefur aðeins fatast flugið í síðustu leikjum en síðasti deildarsigur liðsins kom í lok september gegn Englandsmeisturum Liverpool.

Arteta gerir enga breytingu frá 1-0 sigrinum á Fulham í síðasta deildarleik og sama á við hjá Oliver Glasner hjá Palace sem heldur í sama lið sem gerði 3-3 jafntefli við Bournemouth.

Erling Braut Haaland byrjar hjá Man City en hann á möguleika á því að skora þrettánda leikinn í röð með félagsliði og landsliði.

Man City heimsækir Aston Villa á Villa-Park.

Sean Dyche stýrir sínum fyrsta deildarleik með Nottingham Forest sem heimsækir Bournemouth. Hann gerir eina breytingu frá Evrópudeildarleiknum í vikunni, en Nicolo Savona kemur í vinstri bakvörðinn í stað Oleksandr Zinchenko. Chris Wood er ekki með vegna hnémeiðsla.

Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori, Zubimendi, Rice, Eze, Trossard, Saka, Gyokeres.

Palace: Henderson, Munoz, Richards, Lacroix, Guehi, Mitchell, Wharton, Kamada, Sarr, Pino, Mateta.



Bournemouth: Petrovic, Jimenez, Milosavljevic, Senesi, Truffert, Scott, Adams, Tavernier, Kluivert, Semenyo, Kroupi

Forest: Sels, Williams, Milenkovic, Murillo, Savona, Douglas Luiz, Anderson, Ndoye, Gibbs-White, Hudson-Odoi, Jesus



Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Torres, Digne, McGinn, Onana, Kamara, Rogers, Buendia, Watkins.

Man City: Donnarumma, Nunes, Stones, Dias, Gvardiol, Reijnders, Silva, Foden, Savinho, Bobb, Haaland.



Wolves: Johnstone, Hoever, S Bueno, Krejci, H Bueno, Andre, Bellegarde, Munetsi, Arias, R Gomes, Strand Larsen.

Burnley: Dubravka, Walker, Hartman, Esteve, Tuanzebe, Ugochukwu, Florentino, Flemming, Cullen, Larsen, Anthony
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
4 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
5 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
6 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
7 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
8 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
17 Burnley 9 2 2 5 11 17 -6 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 3 6 7 18 -11 3
Athugasemdir
banner
banner
banner