Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   þri 28. október 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeild kvenna: Grátlegt hjá Elísabetu - Belgía féll þrátt fyrir sigur
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Belgía 2-1 Írland (Samanlagt 4-5)
1-0 Tessa Wullaert ('33 )
2-0 Tessa Wulllaert ('40 )
2-1 Abbie Larkin ('90 )

Belgía féll niður í B-deild Þjóðadeildar kvenna þrátt fyrir sigur gegn Írlandi í kvöld. Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari Belgíu.

Liðin mættust í Belgíu í kvöld en Írland vann fyrri leikinn 4-2.

Belgía var búið að jafna metin í einvíginu í hálfleik þar sem Tessa Wullaert skoraði tvennu. Hún spilar með Inter á Ítalíu eins og Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólina Lea Vilhjálmsdóttir.

Það var svo á síðustu mínútu venjulegs leiktíma sem Abbie Larkin skoraði fyrir Írland og tryggði liðinu samanlagðan 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild.
Athugasemdir
banner
banner