Liverpool tekur á móti Crystal Palace á morgun í enska deildabikarnum. Oliver Glasner, stjóri Palace, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvernig staðan væri á hópnum?
„Staðan er bara mjög fín í hreinskilni sagt. Chris Richards er í smá brasi með kálfann á sér svo hann fer ekki með til Liverpool," svaraði Glasner sem býst við því að varnarmaðurinn ætti að geta verið með gegn Brentford um næstu helgi.
„Staðan er bara mjög fín í hreinskilni sagt. Chris Richards er í smá brasi með kálfann á sér svo hann fer ekki með til Liverpool," svaraði Glasner sem býst við því að varnarmaðurinn ætti að geta verið með gegn Brentford um næstu helgi.
„Staðan á öllum öðrum er mjög góð. Leikmenn sýndu á Emirates að þeir eru í góðu standi. Þeir reyndu við jöfnunarmark alveg til lokaflauts."
Glasner opinberaði á fréttamannafundinum í dag að varnarmaðurinn ungi Jaydee Canvot og markvörðurinn Walter Benítez myndu fá tækifæri í byrjunarliðinu.
Þrír leikir verða í deildabikarnum, 16-liða úrslitum, í kvöld og hinir fimm verða á morgun.
þriðjudagur 28. október
19:45 Grimsby - Brentford
19:45 Wycombe - Fulham
20:00 Wrexham - Cardiff City
miðvikudagur 29. október
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Liverpool - Crystal Palace
19:45 Swansea - Man City
19:45 Wolves - Chelsea
20:00 Newcastle - Tottenham
Athugasemdir

