Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   sun 26. október 2025 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Albert skoraði í jafntefli - Fiorentina án sigurs
Mynd: EPA
Fiorentina 2 - 2 Bologna
0-1 Santiago Castro ('25 )
0-2 Nicolo Cambiaghi ('52 )
1-2 Albert Gudmundsson ('73 , víti)
2-2 Moise Kean ('90 , víti)
Rautt spjald: Emil Holm, Bologna ('83)

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina þegar liðið fékk Bologna í heimsókn.

Fiorentina hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu en liðið leitaði að sínum fyrsta deildarsigri í kvöld.

Þetta byrjaði ekki vel þar sem Bologna var komið með tveggja marka forystu snemma í seinni hálfleik.

Fiorentina fékk vítaspyrnu þegar rúmlega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma eftir að boltinn fór í höndina á varnarmanni Bologna. Albert steig á punktinn og skoraði af öryggi.

Fiorentina fékk aðra vítaspyrnu í uppbótatíma og aftur fór boltinn í hönd varnarmanns. Moise Kean steig á punktinn í þetta sinn og skoraði og tryggði Fiorentina jafntefli.

Fiorentina er í 18. sæti með 4 stig, stigi á eftir Verona sem gerði jafntefli gegn Cagliari fyrr í dag.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 8 6 0 2 15 8 +7 18
2 Roma 8 6 0 2 8 3 +5 18
3 Milan 8 5 2 1 13 6 +7 17
4 Inter 8 5 0 3 19 11 +8 15
5 Bologna 8 4 2 2 13 7 +6 14
6 Como 8 3 4 1 9 5 +4 13
7 Atalanta 8 2 6 0 12 6 +6 12
8 Juventus 8 3 3 2 9 8 +1 12
9 Udinese 8 3 3 2 10 12 -2 12
10 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
11 Cremonese 8 2 5 1 9 10 -1 11
12 Torino 8 3 2 3 8 14 -6 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 8 1 4 3 3 7 -4 7
16 Lecce 8 1 3 4 7 13 -6 6
17 Verona 8 0 5 3 4 11 -7 5
18 Fiorentina 8 0 4 4 7 12 -5 4
19 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
20 Genoa 8 0 3 5 4 11 -7 3
Athugasemdir