Hinn 73 ára gamli Martin O'Neill hefur tekið við stjórn Celtic í Glasgow til bráðabirgða eftir að Brendan Rodgers sagði óvænt upp í gær.
Það eru 20 ára síðan O'Neill kvaddi Celtic Park eftir sigursæl ár. Hann stýrði liðinu til þriggja Skotlandsmeistaratitla og þriggja bikarmeistaratitla auk þess sem hann kom liðinu í úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa.
O'Neill hefur ekki þjálfað síðan 2019 en hann stýrði Nottingham Forest í skamman tíma eftir að hafa hætt sem þjálfari írska landsliðsins ári áður.
Það eru 20 ára síðan O'Neill kvaddi Celtic Park eftir sigursæl ár. Hann stýrði liðinu til þriggja Skotlandsmeistaratitla og þriggja bikarmeistaratitla auk þess sem hann kom liðinu í úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa.
O'Neill hefur ekki þjálfað síðan 2019 en hann stýrði Nottingham Forest í skamman tíma eftir að hafa hætt sem þjálfari írska landsliðsins ári áður.
„Þegar ég fékk símtalið dró ég djúpt andann og spurði hvort þetta væri raunverulegt. Það er erfitt að segja nei við félag sem lét þig fá starfið þegar það var með marga góða kosti fyrir 25 árum," segir O'Neill en fyrsti leikur hans verður gegn Falkirk á morgun.
„Þetta er skammtímalausn á meðan félagið leitar að stjóra. Ég er bara mættur til að halda hita í sætinu."
Celtic tapað gegn Hearts um síðustu helgi og er í öðru sæti skosku deildarinnar en átta stigum á eftir Hearts sem trónir á toppnum.
Athugasemdir



