Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   mán 27. október 2025 13:55
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne meiddist þegar hann skoraði úr víti og verður frá næstu mánuði
Mynd: EPA
Belgíski landsliðsmaðurinn Kevin De Bruyne verður frá næstu mánuði en hann meiddist í læri þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 3-1 sigri gegn Inter á laugardagskvöld.

Ekki er gefinn út nákvæmur tímarammi en meiðslin eru talin samskonar og þau sem Romelu Lukaku varð fyrir í æfingaleik í ágúst en þau meiðsli munu samtals halda honum frá í um fjóra mánuði.

De Bruyne hefur verið í vandræðum vegna vöðvameiðsla og hann var frá í þrjá mánuði þegar hann var hjá Manchester City. Hann gekk í raðir Napoli í sumar á frjálsri sölu.

Hann hefur skorað fjögur mörk í átta deildarleikjum og hefur spilað þrjá Meistaradeildarleiki.

Napoli, sem er ríkjandi Ítalíumeistari, er á toppi ítölsku A-deildarinnar með jafnmörg stig og Roma en betri markatölu.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner
banner