Luciano Spalletti verður næsti stjóri Juventus en ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu.
Hann segir að Juventus og Spalletti séu búin að ná samkomulagi en hann mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á framlengingu ef liðið vinnur sér sæti í Meisaradeildinni á næstu leiktíð.
Hann segir að Juventus og Spalletti séu búin að ná samkomulagi en hann mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á framlengingu ef liðið vinnur sér sæti í Meisaradeildinni á næstu leiktíð.
Spalletti er 66 ára gamall en hann stýrði ítalska landsliðinu síðast en hann var rekinn fyrr á þessu ári eftir slæmt gengi í undankeppni HM. Hann hefur stýrt liðum á borð við Roma, Inter og Napoli.
Igor Tudor var rekinn í gær en liðið er án sigurs í síðustu átta leikjum og hefur ekki skorað í fjórum leikjum í röð. Hann tók við liðinu af Thiago Motta í mars.
Athugasemdir


