West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Henderson: Eins og sambandsslit þegar ég fór frá Liverpool
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Jordan Henderson segir að honum hafi liðið eins og eftir sambandsslit þegar hann yfirgaf Liverpool árið 2023 og gekk til liðs við Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu.

Henderson var fyrirliði Liveprool frá 2015 eftir að Steven Gerrard yfirgaf félagið. Hann úrvalsdeildina, enska bikarinn og Meistaradeildina með liðinu.

„Þetta var eins og sambandsslit, þetta var erfitt. Ef þú spyrð flesta leikmenn sem yfirgefa félög þar sem þeir hafa verið lengi hjá eða leggja skóna á hilluna þá tel ég að það sé erfiðasti tíminn," sagði Henderson.

Henderson var ekki í leikmannahópnum hjá enska landsliðinu á EM í fyrra en hann telur að skrefið til Sádi-Arabíu hafi ekki verið ástæðan. Hann var mikið gagnrýndur fyrir að fara til Sádi-Arabíu.

„Ég var í öllum landsliðsverkefnum í aðdraganda EM svo ég tel að það sé ekki ástæðan. Eftir á að hyggja hefði ég kannski tekið aðra ákvörðun. Á þeim tíma leið mér svona og ég tók þessa ákvörðun af mörgum ástæðum og ég er sá eini sem veit af hverju. Ég hef reynt að gera það rétta í stöðunni," sagði Henderson.

Hann var aðeins í hálft ár hjá Al-Ettifaq og skrifaði undir hjá Ajax í kjölfarið. Hann gekk síðan til liðs við Brentford í sumar.
Athugasemdir
banner
banner