West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
   mið 08. október 2025 23:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Irish Mirror 
Telur að dagar Heimis með Írland verði brátt taldir
Mynd: EPA
Írski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Kevin Kilbane telur að Heimir Hallgrímsson verði ekki landsliðsþjálfari Írlands mikið lengur. Liðið tapaði gegn Armeníu og gerði jafntefli gegn Ungverjalandi í síðasta glugga.

„Ég held að Heimir viti að dagar hans séu taldir eftir frammistöðuna í síðustu leikjum. Þetta eru frammistöður sem verða til þess að þú verður rekinn sem þjálfari, ég erviss um að hann sé meðvitaður um stöðuna," sagði Kilbane.

Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum á Írland að frammistaðan gegn Armeníu sé ein sú versta í sögunni. Kilbane, sem spilaði 110 landsleiki, tekur undir það. Hann telur að liðið eigi ekki möguleika að að komast á HM þegar tveimur umferðum er lokið í undankeppninni.

„Þetta er búið. Ég held að við verðum ekki á HM á næsta ári. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum var óásættanleg og það kostaði okkur. Við verðum að vinna lið eins og Unverjaland, að byrja eins og við gerðum og komast frá þessu með stig var heppni," sagði Kilbane.

„Leikurinn gegn Armeníu var einn sá versti sem ég man eftir frá írsku liði. Ég tek það á mig að ég var hluti af liðinu í nokkrum hræðilegum leikjum."

Írland mætir Portúgal ytra á laugardaginn og Armeníu heima á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner