sun 08. nóvember 2020 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafntefli í stórslagnum - City klúðraði vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 1 Liverpool
0-1 Mohamed Salah ('13 , víti)
1-1 Gabriel Jesus ('31 )
1-1 Kevin de Bruyne ('42 , Misnotað víti)

Manchester City og Liverpool, tvö bestu lið Englands undanfarin ár, áttust við á Etihad-vellinum í Manchester í dag.

Það voru gestirnir sem byrjuðu betur og þeir komust yfir á 13. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Kyle Walker braut á Sadio Mane og Mohamed Salah fór á punktinn. Egyptinn Mohamed Salah skoraði af punktinum.

Þegar líða fór á seinni hálfleikinn gekk betur hjá City. Raheem Sterling fékk gott færi en Alisson gerði vel og varði. Eftir rúmlega hálftíma jafnaði Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus eftir sendingu frá Kevin de Bruyne.

City fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiksins þegar boltinn fór í höndina á Joe Gomez. De Bruyne fór á punktinn en hann setti boltann fram hjá markinu. Ömurleg vítaspyrna og staðan var 1-1 í hálfleik.

Jesus fékk gott færi í seinni hálfleik en skallaði boltann fram hjá. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörugur og fyrri hálfleikurinn, og hvorugt liðið náði að bæta við marki.

Lokatölur 1-1 í stórslagnum. Liverpool átti fleiri marktilraunir en City nagar sig væntanlega í handabökin að hafa klúðrað víti. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig, einu stigi frá toppliði Leicester. Man City er í 11. sæti með 12 stig en liðið á leik til góða á Liverpool.

Önnur úrslit í dag:
England: Kane hetjan gegn West Brom
England: Leicester hafði betur gegn Úlfunum
Athugasemdir
banner
banner