Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. nóvember 2020 16:50
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man Utd vann toppslaginn gegn Arsenal
Ella Toone gerði sigurmark Manchester United gegn Arsenal.
Ella Toone gerði sigurmark Manchester United gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Arsenal áttust við í toppslag í efstu deild kvenna í dag og úr varð hörkuleikur.

Rauðu djöflarnir voru betri stærstan hluta leiksins og gerði Ella Ann Toone verðskuldað sigurmark á 83. mínútu.

Man Utd klifraði yfir Arsenal og er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 6 umferðir. Arsenal er með 15 stig.

Chelsea og Everton koma svo í þriðja og fjórða sæti þar sem þau eru jöfn á stigum eftir innbyrðisviðureign í dag.

Chelsea tók Everton í kennslustund og skóp 4-0 sigur á heimavelli. Chelsea jafnaði Everton þannig á stigum og er með leik til góða.

Bethany England skoraði tvennu gegn Everton og gerði Pernille Harder stórkostlegt mark undir lokin.

West Ham og Aston Villa unnu þá sína fyrstu leiki á tímabilinu.

Man Utd 1 - 0 Arsenal
1-0 Ella Ann Toone ('83)

Chelsea 4 - 0 Everton
1-0 Ji So-yun
2-0 Bethany England ('73)
3-0 Bethany England ('76)
4-0 Pernille Harder ('97)

Birmingham 1 - 2 West Ham
1-0 C. Walker ('9)
1-1 C. Walker ('43, sjálfsmark)
1-2 E. van Egmond ('73)

Brighton 0 - 2 Aston Villa
0-1 A. Asante ('59)
0-2 R. Petzellberger ('92)
Athugasemdir
banner
banner