Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 16:51
Kári Snorrason
Elías í rammanum gegn Celtic - Logi byrjar hjá Samsunspor
Elías Rafn mætir skosku meisturunum.
Elías Rafn mætir skosku meisturunum.
Mynd: EPA
Logi Tómasson byrjar hjá Samsunspor.
Logi Tómasson byrjar hjá Samsunspor.
Mynd: EPA

Það er nóg um að vera í bæði Sambands- og Evrópudeildinni í dag og má finna Íslendinga í eldlínunni í leikjunum sem hefjast nú klukkan 17:45.


Í Evrópudeildinni setur Rafa Benitez, þjálfari Panathinaikos, Sverri Inga Ingason á bekkinn gegn Malmö. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson eru báðir utan hóps hjá þeim sænsku en Daníel er í leikbanni og Arnór á meiðslalistanum.

Elías Rafn Ólafsson stendur í ramma Midtjylland sem tekur á móti skoska stórveldinu Celtic.

Hákon Arnar Haraldsson er á bekknum hjá Lille í Belgrad þar sem þeir mæta Rauðu Stjörnunni og Kolbeinn Finsson er sömuleiðis á bekknum en hjá Utrecht sem mætir Porto.

Í Sambandsdeildinni er Logi Tómasson í byrjunarliði Samsunspor gegn Hamrun Spartans, Logi og félagar hafa unnið báða leiki sína í Sambandsdeildinni hingað til.

Gummi Tóta byrjar á bekknum hjá Noah sem mætir Sigma Olomuc og þá er Albert Guðmundsson staddur á Íslandi og er því ekki í hóp Fiorentina sem mætir Mainz.

Evrópudeildin

17:45 Nice - Freiburg

17:45 Salzburg - Go Ahead Eagles

17:45 Sturm - Nott. Forest

17:45 Utrecht - Porto

17:45 Dinamo Zagreb - Celta

17:45 Rauða stjarnan - Lille

17:45 Basel - Steaua

17:45 Malmö - Panathinaikos

17:45 Midtjylland - Celtic

20:00 Rangers - Roma

20:00 Plzen - Fenerbahce

20:00 Ferencvaros - Ludogorets

20:00 Bologna - SK Brann

20:00 Braga - Genk

20:00 Betis - Lyon

20:00 Stuttgart - Feyenoord

20:00 PAOK - Young Boys

20:00 Aston Villa - Maccabi Tel Aviv

Sambandsdeildin

17:45 AEK - Shamrock

17:45 Shakhtar D - Breiðablik

17:45 Noah - Olomouc

17:45 Sparta Prag - Rakow

17:45 Celje - Legia

17:45 AEK Larnaca - Aberdeen

17:45 Samsunspor - Hamrun Spartans

17:45 Mainz - Fiorentina

17:45 KuPS - Slovan

20:00 Lausanne - Omonia

20:00 Shkendija - Jagiellonia

20:00 Dynamo K. - Zrinjski

20:00 Lincoln - Rijeka

20:00 Hacken - Strasbourg

20:00 Shelbourne - Drita FC

20:00 Crystal Palace - AZ

20:00 Vallecano - Lech Poznan

20:00 Rapid - Universitatea Craiova


Athugasemdir
banner