Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   mið 05. nóvember 2025 23:18
Elvar Geir Magnússon
De Rossi nýr þjálfari Mikaels Egils
Mynd: EPA
Roma goðsögnin Daniele De Rossi verður nýr stjóri Genoa en hann er mættur til borgarinnar. Búist er við því að hann skrifi undir samning sem gildir út tímabilið en með framlengingarákvæði ef liðið heldur sér í ítölsku A-deildinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson er leikmaður Genoa en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og var Patrick Vieira látinn taka pokann sinn á dögunum.

De Rossi mun líklega stýra Genoa í svakalegum fallbaráttuslag gegn Fiorentina á sunnudag.

Albert Guðmundsson leikur fyrir Fiorentina sem er í neðsta sæti með aðeins tveimur stigum minna en Genoa.

Fiorentina er án stjóra eftir að Stefano Pioli var rekinn. Football Italia segir að Paolo Vanoli, fyrrum stjóri Venezia og Torino taki við stjórnartaumunum í Flórens.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner
banner