Ajax hefur rekið þjálfarann John Heitinga. Tap liðsins gegn Galatasary í Meistaradeildinni í gær virðist hafa gert útslagið en félagið tilkynnti brottreksturinn fyrir skömmu.
Heitinga tók við liðinu í upphafi sumars. Þar áður var hann aðstoðarmaður Arne Slot hjá Liverpool og var í teyminu þegar Liverpool vann ensku deildina á síðasta tímabili.
Liðið hefur einungis uppskorið tvo sigra úr síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Ajax situr neðst í töflunni í Meistaradeildinni, án stiga og eru átta stigum frá toppnum í Hollandi.
Aðstoðarþjálfaranum Marcel Keizer var jafnframt sagt upp störfum. Í tilkynningu félagsins segir að meðan á liðið er í leit að nýjum þjálfara mun Hollendingurinn Fred Grim stýra liðinu.
Heitinga stýrði Ajax fyrir rúmum tveimur árum en var látinn fara eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.




