Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 17:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári gæti farið frá Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Sigfússon, sem var valinn besti leikmaður Keflavíkur á liðnu tímabili, verður samningslaus um áramótin. Hann hjálpaði Keflavík að fara upp úr Lengjudeildinni í haust.

Fjallað var um áhuga á Kára frá öðrum félögum í lok síðasta mánaðar. Þar var hann orðaður við Fram, Stjörnuna og Val.

Fótbolti.net hafði samband við Kára í dag og forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. Hann heldur öllum möguleikum opnum. „Það er gaman að það sé mikill áhugi," segir Kári.

Hann segist síðast hafa fengið samningstilboð frá Keflavík fyrir tæpu ári síðan, Keflavík hafi rætt við hann eftir tímabilið í ár en ekkert samningstilboð sé á borðinu.

Hann er 23 ára kantmaður sem uppalinn er hjá Fylki. Hann kom að átján mörkum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner