Enska fótboltasambandið hefur ákært Crystal Palace vegna borða sem stuðningsmenn liðsins voru með og sýndu Evangelos Marinakis, grískum eiganda Nottingham Forest, beina byssu að höfði miðjumannsins Morgan Gibbs-White.
Við Gibbs-White var talblaðra á borðanum þar sem stendur: „Herra Marinakis tengist ekki fjárkúgun, hagræðingu leikja, fíkniefnasmygli eða spillingu!"
Marinakis hefur stöðugt neitað öllum ásökunum um slíka hluti en borðinn var uppi í 1-1 jafnteflisleik Palace og Forest í ágúst.
Við Gibbs-White var talblaðra á borðanum þar sem stendur: „Herra Marinakis tengist ekki fjárkúgun, hagræðingu leikja, fíkniefnasmygli eða spillingu!"
Marinakis hefur stöðugt neitað öllum ásökunum um slíka hluti en borðinn var uppi í 1-1 jafnteflisleik Palace og Forest í ágúst.
Samkvæmt reglum eru borðar sem eru „ögrandi, niðurlægjandi eða kveikja í deilum“ bannaðir í deildinni. Palace hefur tækifæri til þriðjudags til að svara ákærunni.
Athugasemdir



