Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xhaka þakklátur Arteta - „Breytti mér algjörlega"
Mynd: EPA
Granit Xhaka, fyrrum leikmaður Arsenal, er mjög þakklátur Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Xhaka hefur verið að spila frábærlega með Sunderland en liðið mætir Arsenal um helgina. Xhaka var í miklum vandræðum með skapið á sér en hann þakkar Arteta mikið fyrir að breyta því.

„Ég var búinn að pakka og var tilbúinn að fara. Ég var með samning á borðinu frá öðru félagi," sagði Xhaka.

„Hann breytti mér algjörlega, sem manneskja, innan sem og utanvallar. Ég efaðist ekki um sjálfan mig, mín gæði, hversu faglegur ég þurfti að vera. Það voru smá mistök, gul og rauð spjöld. Heimskuleg rauð spjöld þar sem þau þurftu ekki að vera en hann breytti því."
Athugasemdir
banner