Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 06. nóvember 2025 07:00
Elvar Geir Magnússon
Gyökeres meiddur og ekki í fyrsta hóp Potter
Alexander Isak er í hópnum en ekki Viktor Gyökeres.
Alexander Isak er í hópnum en ekki Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Graham Potter hefur tilkynnt fyrsta hóp sinn sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar en Viktor Gyökeres, sóknarmaður Arsenal, er ekki í hópnum.

Gyökeres meiddist aftan í læri í sigri Arsenal gegn Burnley um síðustu helgi og var ekki með í sigrinum gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Alexander Isak, sóknarmaður Liverpool, er hinsvegar valinn. Hann hefur ekki spilað síðan 22. október vegna nárameiðsla.

Svíþjóð leikur gegn Sviss og Slóveníu, 15. og 18. nóvember, í undankeppni HM. Potter var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði, eftir að on Dahl Tomasson var rekinn.

Svíþjóð er á botni B-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki en þrátt fyrir að liðið næði ekki öðru sæti þá gæti það komist í umspil í gegnum árangur sinn í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner