Lið Breiðabliks er statt í Kraká í Póllandi þar sem liðið mun mæta Úkraínska liðinu Shaktar Donetsk í 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu en flautað verður til leiks klukkan 17:45. Ólafur Ingi Skúlason þjálfari Blika hefur nú opinberað byrjunarlið sitt sem má sjá hér að neðan.
Lestu um leikinn: Shaktar Donetsk 1 - 0 Breiðablik
Enginn Damir Muminovic í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld en hann er á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út síðar á árinu. Ásgeir Helgi Orrason er því í miðri vörninni með Viktori Erni Margeirssyni, Þá fær Þorleifur Úlfarsson kallið í framlínu liðsins í stað Tobias Thomsen sem byrjaði gegn KuPs á dögunum.
Byrjunarlið Shaktar Donetsk:
31. Dmytro Riznyk (m)
5. Valeriy Bondar
14. Isaque
16. Irakli Azarov
17. Vinícius Tobías
18. Alaa Ghram
19. Kauã Elias
21. Artem Bondarenko
29. Yehor Nazaryna
37. Lucas Ferreira
49. Luca Meirelles
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
45. Þorleifur Úlfarsson
Athugasemdir


