Valur Þór Hákonarson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rift samningi sínum við Keflavík en hann var samningsbundinn félaginu út næsta tímabil.
Hann er uppalinn í Keflavík og hefur alla tíð verið á mála hjá félaginu. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki sumarið 2022.
Hann er uppalinn í Keflavík og hefur alla tíð verið á mála hjá félaginu. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki sumarið 2022.
Hann er 21 árs sóknarmaður sem kom við sögu í 21 leik í Lengjudeildinni 2024 en var í minna hlutverki í ár, lék fjóra deildarleiki með Keflavík fyrri hluta tímablsins og fór svo á láni í Víði þar sem hann skoraði fimm mörk í níu leikjum og lagði upp þrjú í 2. deild.
Athugasemdir



