Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur riftir við Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur Þór Hákonarson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rift samningi sínum við Keflavík en hann var samningsbundinn félaginu út næsta tímabil.

Hann er uppalinn í Keflavík og hefur alla tíð verið á mála hjá félaginu. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki sumarið 2022.

Hann er 21 árs sóknarmaður sem kom við sögu í 21 leik í Lengjudeildinni 2024 en var í minna hlutverki í ár, lék fjóra deildarleiki með Keflavík fyrri hluta tímablsins og fór svo á láni í Víði þar sem hann skoraði fimm mörk í níu leikjum og lagði upp þrjú í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner