Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Uppljóstrar hvers vegna Eriksen hafnaði Wrexham
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Michael Williamson, stjórnarmaður hjá Wrexham, hefur uppljóstrað ástæðunni fyrir því að Christian Eriksen ákvað að semja ekki við liðið í sumar.

Þessi fyrrum miðjumaður Tottenham, Ajax og Inter var án félags eftir að hafa yfirgefið Man Utd en hann vildi ekki taka þátt í upptökum á þættinum 'Welcome to Wrexham.'

Eriksen fór í hjartastopp þegar hann var að spila með danska landsliðinu á EM 2021. Hann fór til Brentford eftir að hann hafði jafnað sig og síðar Man Utd. Mikið hefur verið rætt og ritað um hjartastoppið.

„Ég heyrði í umboðsmanninum, það sem var mjög áhugavert í fyrsta símtalinu voru viðbrögðin: 'VIð viljum ekki að sagan hans verði hluti af heimildarmyndinni því við höfum haft nóg af tækifærum til að ræða hana'," sagði Williamson.

„Hann hélt að við værum ekki að hringja út af fótboltahæfileikunum heldur út af því að við vildum fá sögu fyrir heimildarmyndina. Ég sagði: 'Bíddu við, ég hugsaði ekki einu sinni út í það.' Ég veit að sjálfsögðu af þessu en það var ekki ástæðan fyrir símtalinu."

Eriksen ákvað að lokum að semja við Wolfsburg sem spilar í efstu deild í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner