Það verður veisla í Evrópudeildinni í kvöld en þá fer fjórða umferð deildarkeppninnar fram. Viðureign ítalska liðsins Bologna gegn Frey Alexanderssyni og lærisveinum í Brann verður klukkan 20.
Eggert Aron Guðmundsson verður í eldlínunni með Brann en Sævar Atli Magnússon er á meiðslalistanum. Brann er sem stendur í átunda sæti með sex stig og í baráttu um að komast beint í 16-liða úrslit keppninnar.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos, sem Rafa Benítez tók við nýlega, heimsækja Malmö. Daníel Tristan Guðjohnsen verður í sænska liðinu en Arnór Sigurðsson er á meiðslalistanum.
Hákon Arnar Haraldsson er með Lille í Belgrad og Elías Rafn Ólafsson mun verja mark Midtjylland gegn skoska stórliðunu Celtic.
Kolbeinn Birgir Finnsson er samningsbundinn Utrecht sem fær Porto í heimsókn en Kolbeinn hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu.
Eggert Aron Guðmundsson verður í eldlínunni með Brann en Sævar Atli Magnússon er á meiðslalistanum. Brann er sem stendur í átunda sæti með sex stig og í baráttu um að komast beint í 16-liða úrslit keppninnar.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos, sem Rafa Benítez tók við nýlega, heimsækja Malmö. Daníel Tristan Guðjohnsen verður í sænska liðinu en Arnór Sigurðsson er á meiðslalistanum.
Hákon Arnar Haraldsson er með Lille í Belgrad og Elías Rafn Ólafsson mun verja mark Midtjylland gegn skoska stórliðunu Celtic.
Kolbeinn Birgir Finnsson er samningsbundinn Utrecht sem fær Porto í heimsókn en Kolbeinn hefur aðeins komið við sögu í einum leik á tímabilinu.
Evrópudeildin
17:45 Nice - Freiburg
17:45 Salzburg - Go Ahead Eagles
17:45 Sturm - Nott. Forest
17:45 Utrecht - Porto
17:45 Dinamo Zagreb - Celta
17:45 Rauða stjarnan - Lille
17:45 Basel - Steaua
17:45 Malmö - Panathinaikos
17:45 Midtjylland - Celtic
20:00 Rangers - Roma
20:00 Plzen - Fenerbahce
20:00 Ferencvaros - Ludogorets
20:00 Bologna - SK Brann
20:00 Braga - Genk
20:00 Betis - Lyon
20:00 Stuttgart - Feyenoord
20:00 PAOK - Young Boys
20:00 Aston Villa - Maccabi Tel Aviv
Evrópudeild UEFA
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|
Athugasemdir


