Shakhtar Donetsk 2 - 0 Breiðablik
1-0 Artem Bondarenko ('28 )
2-0 Kauã Elias ('65 )
Lestu um leikinn
1-0 Artem Bondarenko ('28 )
2-0 Kauã Elias ('65 )
Lestu um leikinn
Breiðablik átti erfitt verkefni fyrir höndum í Sambandsdeildinni í kvöld þegar liðið mætti Shakhtar Donetsk frá Úkraínu en leikurinn fór fram í Póllandi.
Shakhtar var með boltann nær allan fyrri hálfleikinn en Blikar vörðust vel. Úkraínumennirnir brutu hins vegar ísinn eftir hálftíma leik.
Artem Bondarenko átti laglegt skot úr D-boganum eftir að hafa fengið boltann eftir hornspyrnu. Boltinn snerist framhjá öllum og í hornið, óverjandi fyrir Anton Ara.
Blikar vildu fá vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Arnór Gauti Jónsson var rifinn niður en ekkert dæmt.
Shakhtar náði að ógna Antoni Ara meira í upphafi seinni hálfleiks og Kauã Elias tvöfaldaði forrystu úkraínska liðsins eftir rúmlega klukkutíma leik.
Blikar fengu gullið tækifæri til að koma sér inn í leikinn undir lokin. Aron Bjarnason var í góðri stöðu en kom boltanum ekki á markið. Óli Valur Ómarsson fékk boltann en varnarmenn Shakhtar komu sér fyrir.
Breiðablik er með eitt stig eftir þrjár umferðir. Shakhtar er með sex stig.
Athugasemdir


