Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 06. nóvember 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Ætlar ekki að hætta að spila með háa varnarlínu
Mynd: EPA
Það var rosalegur leikur í Belgíu í gær þar sem Club Brugge komst þrisvar sinnum yfir gegn stórliði Barcelona en í öll skiptin jöfnuðu Börsungar og 3-3 enduðu leikar.

Club Brugge kom boltanum í mark í uppbótartíma en Anthony Taylor fór í skjáinn og dæmdi markið af. Barcelona er í ellefta sæti Meistaradeildarinnar með 7 stig.

Börsungar voru í miklum vandræðum varnarlega í gær en stjórinn Hansi Flick ætlar ekki að breyta sinni hugmyndafræði og mun halda áfram að spila með varnarlínuna ofarlega á vellinum.

„Þetta snýst ekki bara um hvernig aftasta lína verst heldur einnig miðjan. Club Brugge á hrós skilið en við töpuðum einvígum, mörgum þeirra á miðsvæðinu, og hraðinn í þeirra liði skapaði vandræði," segir Flick.

„Við getum farið í lágblokk eða haldið okkur við hugmyndafræðina og bætt okkur. Það er það sem við ætlum okkur að gera. 3-3 eru ekki bestu úrslitin en ef við lítum á jákvæðu hliðina komum við þrisvar til baka."
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Man City 4 3 1 0 10 3 +7 10
5 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
6 Newcastle 4 3 0 1 10 2 +8 9
7 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
8 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
9 Galatasaray 4 3 0 1 8 6 +2 9
10 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
11 Barcelona 4 2 1 1 12 7 +5 7
12 Chelsea 4 2 1 1 9 6 +3 7
13 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
14 Dortmund 4 2 1 1 13 11 +2 7
15 Qarabag 4 2 1 1 8 7 +1 7
16 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
17 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
18 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
19 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
20 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
21 Leverkusen 4 1 2 1 6 10 -4 5
22 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
23 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
24 Napoli 4 1 1 2 4 9 -5 4
25 Marseille 4 1 0 3 6 5 +1 3
26 Juventus 4 0 3 1 7 8 -1 3
27 Athletic 4 1 0 3 4 9 -5 3
28 St. Gilloise 4 1 0 3 4 12 -8 3
29 Bodö/Glimt 4 0 2 2 5 8 -3 2
30 Slavia Prag 4 0 2 2 2 8 -6 2
31 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
32 Villarreal 4 0 1 3 2 6 -4 1
33 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
34 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
35 Benfica 4 0 0 4 2 8 -6 0
36 Ajax 4 0 0 4 1 14 -13 0
Athugasemdir
banner