Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 14:30
Kári Snorrason
Kom ekki til greina að Gísli yrði í U21 - „Tikkar í öll box“
Gísli Gottskálk Þórðarson var undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hjá Víkingi í fyrra.
Gísli Gottskálk Þórðarson var undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hjá Víkingi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Gísli Gottskálk Þórðarson er í landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Úkraínu í lokaleikjum Íslands í undankeppni HM 2026. Gísli, sem er fæddur árið 2004, hefur lítið komið við sögu hjá félagsliði sínu, Lech Poznan í Póllandi, á undanförnum vikum.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var spurður, í viðtali við Fótbolta.net í gær, hvort það hefði komið til greina að Gísli yrði í hópi U21-landsliðsins í staðinn fyrir A-landsliðið.


„Nei, eiginlega ekki. Hann er búinn að spila aðeins minna fyrir Lech Poznan undanfarið en samt búinn að byrja Evrópuleiki og fengið mínútur.“

„Þetta snýst líka um það að hann þekkir mitt kerfi mjög vel. Hann er búinn að vera í tveim síðustu gluggum og hefur komið sterkur inn. Þegar þú leitast eftir leikmönnum í hans stöðu þá eru svo margar spurningar sem þarf að svara, en í þetta skiptið tikkaði hann í öll box til að halda honum hjá okkur frekar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.


Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
Athugasemdir
banner