Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   fim 06. nóvember 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jörundur Áki: Enginn tímarammi á þjálfaraleitinni
Ólafur Ingi og Lúðvík Gunnarsson.
Ólafur Ingi og Lúðvík Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Gunnarsson stýrir U21 árs landsliðinu í komandi leik gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2027. Ekki hefur verið ráðið í þjálfarastarfið til frambúðar eftir að Ólafur Ingi Skúlason hætti þjálfun á liðinu og tók við Breiðabliki. Lúðvík var aðstoðarmaður Ólafs.

Jörundur Áki Sveinsson er yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ og var hann spurður út í stöðuna á þjálfaraleitinni.

„Það er svo sem enginn tímarammi á þjálfaraleitinni, við förum inn í þennan landsleikjaglugga núna og svo munum við skoða þau mál þegar honum lýkur," segir Jörundur.

„Það er verið að skoða þetta frá öllum hliðum. Næsta verkefni er svo á nýju svo við höfum góðan tíma. Við sem komum að þessari ákvörðun munum setjast niður eftir landsleikjagluggann."

Leikurinn gegn Lúxemborg fer fram í Lúxemborg eftir viku.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Færeyjar 5 3 0 2 6 - 11 -5 9
2.    Sviss 3 2 1 0 5 - 1 +4 7
3.    Frakkland 2 2 0 0 12 - 1 +11 6
4.    Ísland 4 1 2 1 4 - 4 0 5
5.    Eistland 5 0 2 3 5 - 13 -8 2
6.    Lúxemborg 3 0 1 2 3 - 5 -2 1
Athugasemdir
banner
banner